sudurnes.net
Meira en helmingur ökumanna notaði síma undir stýri á Grindavíkurvegi - Local Sudurnes
Atvik sem átti sér stað á Grindavíkurvegi á dögunum vakti Knattspyrnuþjálfarann Óla Stefán Flóventsson til umhugsunar um farsímanotkun ökumanna, en samkvæmt Fésbókarfærslu sem hann birti, var hann að aka Grindavíkurveginn þegar bifreið sem kom úr gagnstæðri átt var komin yfir á rangan vegarhelming og stefndi beint á hann. Ökumaður bifreiðarinnar, sem var að lesa á símann við aksturinn, áttaði sig á aðstæðum og náði að sveigja yfir á réttan vegarhelming áður en slys hlaust af. Atvikið átti sér stað um 14 km frá Grindavíkurafleggjara við Reyjanesbraut og ákvað Óli Stefán að telja þá bíla þar sem augljóst var að ökumenn voru að notast við símann, það sem eftir var leiðarinnar. Samkvæmt talningu hans voru 8 af þeim 15 bílstjórum sem hann mætti augljóslega að notast við síma undir stýri. Ég keyrði Grindavíkurveginn á dögunum á leið minni í Reykjavík. Þegar að ég var að keyra út úr Grindavíkinni tók ég eftir að bíllinn sem að var að koma á móti mér var að koma yfir á minn vegarhelming. Ökumaðurinn var með augun föst niður á símann og áttaði sig ekki á þessu en leit svo upp og kippti honum yfir aftur áður en hann hamraði á mig. Þetta fékk mig [...]