sudurnes.net
Marta ráðin framkvæmdastjóri ABÍ - Local Sudurnes
Marta Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á Íslandi sf. (ABÍ sf.) en félagið, sem hefur verið starfandi frá árinu 1971, er í eigu þeirra fjögurra tryggingafélaga sem bjóða upp á ökutækjatryggingar á Íslandi. Marta tekur við af Jóni Ólafssyni sem lætur nú af störfum sökum aldurs eftir farsælt starf en hann hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá árinu 2006. Marta starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf., en áður starfaði hún sem yfirlögfræðingur Umferðarstofu, sem deildarstjóri hjá Samgöngustofu og sem sérfræðingur hjá Innanríkisráðuneytinu en þar annaðist hún umferðar- og vegamál. Meira frá SuðurnesjumSiggar kveðja varahlutabransannFjárhagsáætlun Reykjanesbæjar – Framlegð batnar verulegaHeilbrigðisstofnun Suðurnesja fær falleinkunn á meðan yfirmenn maka krókinnBjörg Erlingsdóttir ráðin sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðsLýsti yfir vanþóknun á ákvörðun sem kostar bæjarsjóð vel á annan tug milljónaKadeco eina ríkisfyrirtækið sem lækkaði stjórnanda í launumStjórn Kadeco óskaði eftir því að framkvæmdastjórinn hætti strax – Fær sex mánuði greiddaNýr stjóri Kadeco hnýtir lausa endaKölku heimilað að hefja flokkun úrgangs við heimili í ReykjanesbæForstjóraskipti hjá ÍAV – Sigurður tekur við af Karli