Nýjast á Local Suðurnes

Marika tekur þátt í Ungfrú Ísland – Þú getur kosið hér!

Marika Adrianna Kwiatkowska er fulltrúi Suðurnesja í keppninni um Ungfrú Ísland, sem fram fer í Hörpunni þann 26. ágúst næstkomandi.

Marika er 22 ára stúdent frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja, menntaður naglafræðingur og vinnur í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Í kynningu á vef Ungfrú Ísland segir að Marika stefni á að starfa sem flugfreyja í framtíðinni.
Þá eru birtar skemmtilegar staðreyndir um keppendurna á vef keppninnar, en þar kemur fram að Marika hafi fæðst með þrjú heilbrigð og starfandi nýru og er mjög mikill snyrtipinni.

Vefkosning fyrir titilinn Miss Peoples Choice Iceland 2017 fer fram með “like” kosningu á Facebook-síðu keppninnar fram að krýningu. Hér er hægt að skjóta atkvæði á Mariku.