Nýjast á Local Suðurnes

Már setti 10 Íslandsmet og vann til bronsverðlauna – Fer beint til Póllands og heldur tónleika

Mynd: Facebook / Íþróttasamband fatlaðra

Sundkappinn Már Gunnarsson setti 10 Íslandsmet og vann til bronsverðlauna á HM fatlaðra sem fram fór í London. Árangur Más er einstaklega góður, en hann var eini Norðurlandabúinn sem komst á verðlaunapall auk þess sem tvö Íslandsmetanna sem kappinn bætti höfðu staðið í um og yfir 25 ár.

Már þakkar stuðninginn á Fésbókarsíðu sinni hvar hann tilkynnir einnig um fyrstu tónleika sína utan landssteinanna, en Már heldur beinustu leið til Póllands frá London þar sem hann mun skemmta ásamt félögum sínum.