Nýjast á Local Suðurnes

Mannleg mistök orsökuðu mæliskekkju

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Mannleg mistök hjá rannsóknarstofu í Svíþjóð leiddu til þess að sýni sem þangað voru send til rannsóknar, vegna mengunar frá kísilveri United Silicon í Helguvík, voru greind með fimmfalt hærra magn arsens en raun var. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkurannsóknum ehf., sem sjá um mengunarmælingar vegna kísilverksmiðjunnar.

Orkurannsóknir segja að mistökin hafi komið í ljós eftir að farið var yfir gögn og verkferla við sýnasöfnun. ALS í Svíþjóð, sem annast úrvinnslu og greiningar á sýnunum, segist í tilkynningu harma þessi mistök og áréttar að farið verði yfir verkferla fyrirtækisins til að fyrirbyggja slík mistök í framtíðinni.