Nýjast á Local Suðurnes

Mann­leg mis­tök or­sök strands við Helgu­vík

Ófullnægjandi undirbúningur og samráð milli hafnsögumanns og skipstjóra flutningaskipsins Fjordvik varðandi siglingu þess eru örsök þess að skipið strandaði í Helguvík þan 31. nóvember árið 2018. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið sem birt var í dag.

Í skýrslunni kemur einnig fram að þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki hafst sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa. Aðstæður voru afar erfiðar í Helguví þegar flutningaskipið strandaði við hafnargarðinn, en 15 manna áhöfn skipsins ásamt hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ.

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera tillögur í öryggisátt til útgerðar og skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs. Skipstjóri skuli undantekningarlaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir. Þá skuli skipstjóri þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo komið sé í veg fyrir misskilning.

Nefndin beinir tilmælum einnig til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn. Þeir skuli meðal annars afla sér upplýsinga um viðkomandi skip ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum. Hann skuli skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni auk fleiri tilmæla.