Nýjast á Local Suðurnes

Málfundafélag Sjálfstæðismanna frestar karlakvöldi

Málfundafélagið Viljinn, félag innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, hefur frestað karlakvöldi félagsins sem halda átti á föstudagskvöldið 13. mars næstkomandi, en til stóð að félagar málfundafélagsins myndu gera sér glaðan dag hvar sagðar yrðu veiðisögur yfir Wiskeyglösum og glæsilegu villibráðahlaðborði.

Fjálmálaráðherra, Bjarni Benediktsson og utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson höfðu boðað komu sína á viðburðinn sem nú hefur verið frestað vegna Covid 19 veirufaraldursins sem gengur yfir heiminn.