sudurnes.net
Malbika sem aldrei fyrr - Búast má við töfum á umferð - Local Sudurnes
Malbiksframkvæmdir munu standa yfir í Reykjanesbæ á næstu vikum, þegar veður leyfir. Frá 1. – 7. júní verða blámerktar götur á meðfylgjandi mynd malbikaðar, með fyrirvara um breytingar. Viðkomandi vegaköflum verður lokað og hjáleiðir merktar. Viðeigandi öryggis- og umferðarmerkingar verða settar upp meðan á framkvæmdum stendur. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum.Gera má ráð fyrir að framkvæmdir í íbúðahverfum standi yfir frá kl. 8:00 til 19:00. Röskun gæti orðið á strætó á einhverjum leiðum vegna framkvæmdanna. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Í tilkynningu er beðist velvirðingar á óþægindum sem kunna að skapast af framkvæmdunum. Meira frá SuðurnesjumLjósanæturhlaup Lífsstíls á miðvikudag – Styrkja Barnaspítala HringsinsHeimsmeistari unglinga með skáknámskeið í VogumFlugvél Icelandair rann út af akstursbraut á KeflavíkurflugvelliLoka fyrir umferð vegna framkvæmdaLengri opnunartímar í sundlaugumVara við hálku og slæmu skyggni á ReykjanesbrautEldur kom upp í strætóStór hafís sést vel frá Sandgerði – myndir!Þórarinn Steinsson skrifar: Hvað með börnin?Kalt vatn af skornum skammti á Ásbrú