sudurnes.net
Makrílveiðar ganga vel - Reyna að sporna við átu með kælingu - Local Sudurnes
Þorbjarnartogararnir Gnúpur GK 11 og Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 hafa undanfarnar vikur verið á makrílveiðum. Veiðarnar ganga vel og hefur miklu magni af makríl verið landað í Grindavíkurhöfn þrátt fyrir mikla óvissu á mörkuðum eins og kvótinn.is hefur greint frá. Hrafninn kom inn til löndunar þann 16. júlí með 300 tonn af heilfrystum makríl og 50 tonn af síld sem fengust í Grindavíkurdýpi. Kvótinn.is tók Hilmar Helgason, skipstjóra á Hrafninum í viðtal, en Hilmar segir mikla átu vera í makrílnum en þeir á Hrafninum reyni að sporna við því með því að kæla aflann hratt niður: „Það er mikil áta í makrílnum þarna úti. Það er mjög mikið af átu sem kemur á dekkið, þegar maður er að hífa upp úr átuflekkjunum sem makríllinn er að djöflast utan í er átan í haugum á dekkinu. Það er því nóg fyrir hann að éta og meðan hann liggur í átunni fer hann ekki í þorskseiði og önnur seiði. Það eru stórir átu flekkir þarna úti og mörg skipin eru komin með forrit sem sýna flekkina á korti og hvert hitastigið er og spána fram í tímann. Það er verið að setja svoleiðis búnað upp hjá mér núna á eftir. Þá getur [...]