sudurnes.net
Magnús Kjartansson hlaut Súluna - Local Sudurnes
Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2023, var afhent við skemmtilega athöfn í Rokksafni Íslands í Hljómahöll á laugardag. Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og sjöunda sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut Magnús Jón Kjartansson tónlistarmaður verðlaunin fyrir framlag sitt til dægurtónlistar og tónlistarlífs í Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir forseti bæjarstjórnar afhenti Súluna fyrir hönd bæjarstjórnar og menningar- og þjónusturáðs sem tekur ákvörðun um val á verðlaunahafa. Við tilefnið sagði hún hverju bæjarfélagi mikilvægt eiga að fólk sem vinnur að uppbyggingu jákvæðra málefna í bæjarfélaginu og hefur lagt sitt af mörkum til að auðga mannlíf og menningu samfélagsins með fjölbreyttum hætti og að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vilji með táknrænum hætti þakka fyrir það með veitingu menningarverðlaunanna. Við athöfnina flutti Magnús, ásamt Finnboga bróður sínum, tvær af perlum sínum, lögin To be Grateful og Lítill drengur. Magnús Jón Kjartansson, sem fæddist í Keflavík þann 6. júlí 1951, þarf vart að kynna enda einn af þeim stóru í íslensku tónlistarlífi. Segja má að tónlistarferill hanshafi hafist þegar stofnuð var drengjalúðrasveit við barnaskólann í Keflavík. Þar lék hann á trompet fyrst hjá lúðrasveitinni en [...]