sudurnes.net
Lýsa yfir hættustigi á landamærum - Mögulegt að setja upp fjöldahjálparstöð - Local Sudurnes
Ríkislögreglustjóri virkjað viðbragðsáætlun vegna yfirálags á landamærum frá óvissustigi yfir á hættustig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landamærasviði Ríkislögreglustjóra. Fram kemur að lögreglan hafi fundið fyrir umtalsverðri aukningu á umsóknum um alþjóðlega vernd frá því að stríð braust út í Úkraínu. Fram kemur í tilkynningunni að með virkjun viðbragðsáætlunar á hættustig séu virkjuð þau tæki, tól og aðstoð til þess að taka sem best á móti stærri hópum af fólki í neyð. Viðbragðsáætlunin gerir til dæmis ráð fyrir þeim möguleika að opna fjöldahjálparstöð. Meira frá SuðurnesjumJátaði að hafa selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefniLögreglan stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í heimahúsiIsavia afhendir ekki gögn í KaffitársmáliUm 100 þurftu frá að hverfa við úthlutun FjölskylduhjálparHaldlögðu sölu- og skuldalista fíkniefnasalaVilltust í svartaþoku við FagradalsfjallYfir 100 sjálfboðaliðar hreinsuðu rusl á íþróttasvæðum KeflavíkurGestrisið Suðurnesjafólk í ferðaþjónustu – Buðu svöngum ferðalöngum í matFundu kannabis í skúrum20% af því sem við eigum notum við 80% af tímanum