sudurnes.net
Loka snemma fyrir aðgang að gossvæðinu vegna hegðunar fólks - Local Sudurnes
Í dag er opið inn á gossvæðið frá Suðurstrandarvegi. Gönguleiðum inn á svæðið verður lokað kl. 18 í dag, þar sem erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en þar segir einnig að það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega í stað þess að halda úti fjölmennum hópi viðbragðsaðila allan sólarhringinn við að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind. Takmarkaður hópur viðbragðsaðila hefur ekki getu eða afl til að leiðbeina og gefa fólki fyrirmæli við þessar aðstæður.Á landakorti lítur svæðið sakleysislega út en margir átta sig engan veginn á vegalengdum eða stærð svæðisins. Vigdísarvallavegi verður lokað kl. 18 í dag eða á sama tíma og gönguleiðum er lokað. Er það gert af öryggisástæðum. Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 18 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka getur tekið 5 til 7 klukkustundir. Aðrar merktar gönguleiðir eru jafnframt opnar. Meradalaleið (leið D) var opnuð daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til norðausturs frá bílastæði í Stóra [...]