Nýjast á Local Suðurnes

Loka Reykjanesbraut í mótmælaskyni

Reykjanesbraut mun verða lokað í vikunni í mótmælaskyni við aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í umferðarmálum. Frá þessu greindi einn af forsvarsmönnum Stopp hingað og ekki lengra! hópsins á Facebook-síðu hópsins í dag.

Í færslunni, sem rituð er af Guðbergi Reynissyni kemur fram að Reykjanesbrautinni muni verða lokað einu sinni í viku næstu vikurnar og verða tímasetningar ekki gefnar upp fyrr en rétt áður en mótmælin hefjast.

Færsluna í heild sinni má finna hér.