sudurnes.net
Lögreglufélag Suðurnesja vill hraða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra - Local Sudurnes
Lögreglufélag Suðurnesja sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem lýst er yfir stuðningi við Landssamband lögreglumanna vegna óánægju lögregluembætta landsins um störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra. Í tilkynningunni segir að félagið fagni því að stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra fari fram og henni beri að hraða eins og kostur er svo friður geti skapast sem fyrst um störf lögreglunnar. Líkt og önnur lögreglufélög nefnir félagið mál varðandi einkennisfatnað lögreglunnar og bílamiðstöð ríkislögreglustjóra sem hafi verið í miklum ólestri og kasti rýrð á lögregluna sem gæti komið niður á öryggi almennings. Þá skorar félagið á nýjan dómsmálaráðherra að beita sér í málinu. Meira frá SuðurnesjumÁtta fulltrúar frá Reykjanesbæ heimsækja vinabæ – “Fjáraustur og vel væri hægt að koma kostnaðinum niður”Ráðuneyti reynir að þvinga Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum í að falla frá skaðabótamáliÓhagnaðardrifið leigufélag stofnað – Stefna á að hefja fjármögnun sem fyrstMiklar hagræðingaraðgerðir framundan hjá ReykjanesbæHyggst kæra tafir á tvöföldun ReykjanesbrautarBæjarstjóri Reykjanesbæjar vill sjá hugarfarsbreytinguFjarvera starfsfólks gæti farið að hafa áhrif á starfsemi VelferðarsviðsRólegt í Garði – Krissi hverfislögga passar upp á að allir hagi sér velMikilvægt að vel takist til við heildaruppbyggingu alþjóðaflugvallarinsÓlíklegt að Árni Sigfússon fari gegn Ragnheiði Elínu í Suðurkjördæmi