Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglan með klippurnar á lofti

Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í  umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók var ökumaður um tvítugt sem mældist á 146 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ökumannsins unga bíða 130.000 króna sekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og  þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.

Þá hafa lögreglumenn á Suðurnesjum fundið góð not fyrir klippurnar góðu og nýttu þær í að fjarlægja skráningarnúmer af fjórum bifreiðum vegna vanrækslu varðandi skoðun eða tryggingar. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur í umdæminu.