sudurnes.net
Lögreglan leitar að Herra Keflavík - Auglýsti fíkniefni til sölu á rangri Facebook-síðu - Local Sudurnes
Það er þekkt fyrirbæri að aðilar sem stunda fíkniefnasölu séu farnir að nota samfélagsmiðla í auknum mæli við að koma efnum í sölu, og þá oftast undir dulnefnum. Fíkniefnasalar eru þó bara mannlegir og gera mistök við markaðsetningu eins og aðrir, því fékk fíkniefnasölumaður sem gengur undir nafninu Hr. Keflavík, að kynnast í gær þegar hann auglýsti fíkniefni til sölu á rangri síðu á samfélagsmiðlinum Facebook. Eins og sjá má á þessari mynd þá setti þessi sölumaður auglýsingu á Facebook í gær. En hann var það óheppinn að setja þetta inn á ranga síðu, eins og sjá má og setti hann símanúmerið sitt við færsluna. Það er ekki gott fyrir hann en mjög gott fyrir okkur. Við viljum nota þetta tækifæri og benda foreldrum á að fylgjast vel með þessum samfélagsmiðlum og gefa því vökult auga hvort að börnin séu að „adda“ vinum sem þau ekki þekkja og eru klárlega með falskan aðgang. En nóg af þessu nú förum við í það að finna þennan sölumann. Segir á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Meira frá SuðurnesjumFöstudagsÁrni: Spurning um að opna vídeoleigu í GarðiMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkNjarðvíkingar með nýstárlega fjáröflun – Við tökum þátt og gefum dróna!Svikahrappar senda skilaboð í nafni veitingahúss [...]