Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á kókaín fyrir hálfan milljarð króna

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á tæplega tíu kíló af kókaíni í Leifsstöð frá því í október á síðasta ári, en alls hafa 12 manns verið gripnir við komuna til landsins, þar af 11 erlendir ríkisborgarar

„Við höfum ekki lagt hald á fullunnið amfetamín að ráði í að verða tvö ár,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við fréttastofu RÚV, sem greinir frá þessu í úttekt á vef sínum.

Á vef RÚV er fjallað ítarlega um aukinn innflutning á kókaíni og kemur fram að verðmæti kókaínsins sem lögreglan á Suðurnesjum hefur lagt hald á síðustu níu mánuði sé varlega áætlað um hálfur milljarður króna. Jón Halldór segir enga eina skýringu á því af hverju kókaín sé fyrirferðarmeira nú en oft áður. Þetta geti bent til þess að amfetamín sé í meira mæli framleitt hér á landi en líka að aukin velmegun.