sudurnes.net
Lögregla varar við hálku og sól - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum vekur athygli ökumanna og vegfarenda á að nú er orðið ansi hált á morgnana og sól lágt á lofti, sem getur haft áhrif á sýn ökumanns. Eitthvað hefur verið um slys vegna hálku á svæðinu það sem af er degi, meðal annars á Sandgerðisvegi. Ekki er vitað hvort meiðsli hafi orðið á fólki. Veðurspáin fyrir næstu daga segir að það verði frost, bjart og hæglætisveður sem skapar einmitt þessar aðstæður. Við viljum því biðja ökumenn um að fara varlega, flýta sér hægt því við viljum að allir komist heilir heim. Farið varlega í umferðinni og flýtum okkur hægt og komust heil heim. Meira frá SuðurnesjumBílvelta á ReykjanesbrautEldur í bifreið á ReykjanesbrautLögregla og björgunarsveitir leita manns – Uppfært: Maðurinn er fundinnMikið álag á vaktstöðvum VegagerðarinnarEldur kom upp í strætóBæjarstjóri þakkar fyrir skemmtilega samveru á LjósanóttLögregla varar við aðstæðum á Reykjanesbraut – Nokkrir farið út afSuðurnesjalöggan gefur sénsRáðherra vill móttökubúðir fyrir flóttafólk sem næst landamærunumHafnsögumamaður kvíðir ekki sjóprófum – “Allskonar sögur fara af stað”