Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla telur öryggi Atla Más ógnað vegna umfjöllunar um undirheima

Blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hefur verið ráðlagt af lögreglu að hafa svokallaðan öryggishnapp meðferðis hvert sem hann fer næstu misserin vegna umfjöllunar hans um málefni sem varða fólk sem tengist fíkniefnaheiminum hér á landi.

Atli Már sem er rúmlega þrítugur Suðurnesjamaður hefur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum undanfarin 16 ár og starfar um þessar mundir á Stundinni. Miðillinn fjallar nú um mál sem tengist hvarfi rúmlega þrítugs manns úr Garðabæ og telja tengiliðir Atla Más innan lögreglunnar öryggi hans vera ógnað.

Í myndbandinu hér fyrir neðan fer Atli Már yfir ástæður þess að hann þurfi að hafa öryggishnappinn meðferðis auk málsins sem tengist hinum horfna manni ásamt blaðamanninum Reyni Traustasyni.