Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla stöðvaði kannabisræktun – Þrjú kíló klár til neyslu

Lög­regl­an á Suður­nesj­um stöðvaði um­fangs­mikla kanna­bis­rækt­un fyrr í vik­unni þegar gerð var hús­leit að feng­inni heim­ild.

Um var að ræða tæp­lega hundrað plönt­ur á ýms­um rækt­un­arstig­um, segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá fund­ust kanna­bis­efni í pappa­kassa á gólf­i svo og plönt­ur sem hengd­ar hafi verið upp til þurrk­un­ar í lofti rým­is­ins.

Efnið sem þannig hafði þegar verið verkað til neyslu vóg tæp þrjú kíló, seg­ir í til­kynn­ingunni.

Hús­ráðandi var hand­tek­inn og flutt­ur á lög­regl­stöð þar sem hann er sagður hafa játað brotið.