Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla og björgunarsveitir leita manns – Uppfært: Maðurinn er fundinn

Lög­regl­an ásamt björg­un­ar­sveit­um á Suður­nesj­um leita að Silwester Krzanowaski fædd­um 1979 í Póllandi. Hann er tal­inn vera miðsvæðis í Reykja­nes­bæ, þó er það ekki ör­uggt að því er segir í tilkynningu lögreglu, en ótt­ast er að hann geti orðið úti í nótt, en hann á við and­leg veik­indi að stríða.

Lög­regl­an biður fólk meðal ann­ars að kíkja í bak­g­arðinn hjá sér og láta vita ef fólk verður vart við hann.

Hann er klæddur í gallabuxur, dökka skó, svarta úlpu, hugsanlega með svarta vettlinga. Hann er sagður meðalmaður á hæð og grannur. Hægt er að hafa sam­band við lög­reglu á Face­book og í síma 444 2200.