sudurnes.net
Lögregla kom að ölvuðum og steinsofandi ökumanni undir stýri - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ökumanni sem sat steinsofandi undir stýri. Bifreiðin var í gangi og hafði hann lagt henni úti í kant við Kúagerði. Í viðræðum við ökumanninn, sem er erlend kona, vaknaði grunur um að hún væri undir áhrifum áfengis. Hún var færð á lögreglustöð þar sem hún viðurkenndi að hafa neytt áfengis. Þá hafa fáeinir ökumenn verið staðnir að of hröðum akstri á undanförnum dögum, einn til viðbótar var grunaður um ölvun og tveir um neyslu fíkniefna. Annar hinna síðarnefndu reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Meira frá SuðurnesjumGlæfralegur framúrakstur á Reykjanesbraut – “Þakka fyrir hverja ferð sem ég kemst heim heil á húfi”Ungur ökumaður ók á grjótgarð og festi bifreiðinaVar að stilla útvarpið og velti bílnumHreingerningarfólk fann talsvert magn af fíkniefnumVill afsökunarbeiðni frá formanni bæjarráðsTeknir með kannabis í krukkuMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkHristi próteindrykkinn hressilega og var stöðvaður af lögregluÞrjú handtekin á harða sprettiSat fastur á grjóti á hringtorgi