sudurnes.net
Lögregla kölluð til vegna slagsmála í flugvél - Local Sudurnes
Lögreglunni á Suðurnesjum var í vikunni tilkynnt um slagsmál um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli sem átti að fljúga til Denever. Þar reyndist vera á ferðinni par sem hafði komið með flugi frá París og hafði einnig látið öllum illum látum um borð í þeirri vél. Óskaði flugstjóri fyrrnefndu vélarinnar eftir því að lögregla fjarlægði skötuhjúin úr vélinni sem var gert. Konan hélt áfram ólátunum eftir að komið var inn í flugstöðina og var hún því handtekin vegna ölvunarástands og flutt á lögreglustöð. Þar var hún látin sofa úr sér og síðan tekin af henni skýrsla áður en hún var frjáls ferða sinna. Þá þurfti lögregla að taka tvo karlmenn, er ætluðu með flugi til Vilinius, af vélinni vegna ölvunarástands þeirra. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnSvaf ölvunarsvefni undir stýri við lögreglustöðina – Fékk að sofa lengur í fangaklefaBeraði sig fyrir framan flugfarþega – Sektaður og freistar þess að komast á áfangastaðMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkFarþegum boðin áfallahjálp eftir að flugdólgur lét illum látum um borð í vél WOW-airBeit hjálpsaman lögreglumann í læriðVinnuslys í fjarnámi hjá KeiliAflýsa óvissustigi vegna eldgossRúna um lífið í framlínunni í Bolungarvík: “Snýst um [...]