sudurnes.net
Lögregla hvetur fólk til að vera á varðbergi - Local Sudurnes
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hvetur íbúa í Reykjanesbæ til að skoða myndefni á eftirlitsmyndavélum og að vera á varðbergi gagnvart grunsamlegum mannaferðum við híbýli sín að næturlagi. Þessi hvatning lögreglu kemur til vegna aðila sem hefur verið að fara inn í heimahús og bílskúra á svæðinu. “Íbúar eru sérstaklega hvattir til að læsa öllum hurðum, bifreiðum og geymslum. Ef fólk er með eftirlitsmyndavélakerfi við hús sín þá biðjum við ykkur endilega um að renna í gegn um efnið og kanna hvort að eitthvað sé þar að finna sem getur aðstoðað okkur við leitina. Meðfylgjandi eru myndir sem náðust úr öryggismyndavélakerfi af aðilanum.” Segir í tilkynningu frá lögreglunni. Fólk er hvatt til að hafa samband við neyðarlínu í síma 112 eða hafa samband við lögregluna í gegnum samfélagsmiðla. Meira frá SuðurnesjumBruni í Færeyjum: Suðurnesjafólk þurfti að yfirgefa híbýli sín – Myndband!Íbúar Þórkötlustaðahverfis fá að sækja nauðsynjarEr þetta svalasti hundur í heimi?HS Orka kynnir drög að tillögu að matsáætlunSumir eiga bara ekki að fá sér tattoo – Myndir!Leikvellir barna á Ásbrú slysagildrur – Ekki á ábyrgð ReykjanesbæjarSvona liti fisksölustaður út ef innviðagjald væri innheimt í Reykjanesbæ – Myndir!Hjólreiðastígur frá Reykjanesbæ að Flugstöð malbikaðurVandræðatogari kominn í niðurrif – Tvisvar nærri sokkinn í höfninniNjarðvíkingar halda [...]