Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla heldur reiðufé og iPhone síma

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf hvorki að afhenda manni sem handtekinn var af lögreglu 650 þúsund krónur í reiðufé né iPhone síma sem lögreglumenn lögðu hald á við handtökuna. Maðurinn er grunaður um sölu kókaíns.

Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem kröfu mannsins um að fá fjármunina og símann aftur var hafnað.

Forsaga málsins er sú að maðurinn var handtekinn við umferðareftirlit vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið mannsins fannst íþróttataska í farangursgeymslunni, ætlað kókaín í smelliláspokum, fjöldi tómra poka sömu tegundar, vog, 650 þúsund krónur í reiðufé og Samsung farsími, sem lögregla lagði hald á. Maðurinn vildi fá símann og reiðuféð aftur þar sem búið væri að afrita öll gögn úr honum í þágu rannsóknar málsins. Þá krafðist þess hann að fá 650 þúsund krónurnar til baka, þar sem hann hefði fengið fjármunina greidda sem laun og hafi ætlað sér að kaupa mótorhjól fyrir peningana. Landsréttur staðfesti sem fyrr segir úrksurð Héraðsdóms.