Nýjast á Local Suðurnes

Loftorka og Suðurverk buðu lægst í mislæg gatnamót – Öll tilboð yfir kostnaðaráætlun

Öll tilboð í gerð mislægra gatnamóta við Krýsuvíkurveg voru yfir kostnaðaráætlun, en tilboðin voru opnuð í gær. Loftorka Reykjavík, ásamt Suðurverki átti lægsta boð í verkið, 918 milljónir króna, eða rúmum 100 milljónum króna hærra en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, sem hljóðaði upp á 817 milljónir króna.

Til verksins teljast, auk gerð mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, gerð allra vega og stígagerðar sem nauðsynleg er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega. Þá þarf að gera breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs meðfram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu.

Eftirtalin fyrirtæki buðu í verkið:

Munck Íslandi ehf., Kópavogi – 1.052.185.802

Ístak hf., Mosfellsbæ – 996.882.833

ÍAV ehf., Reykjavík – 979.151.041

Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ og Suðurverk ehf., Kópavogi – 918.011.798112,40

Áætlaður verktakakostnaður – 817.000.000