Nýjast á Local Suðurnes

Lóðaleiga hækkar mikið á milli ára – “Upphæðin bara eftir þeirra höfði”

Mynd: Wikipedia

Lóðaleiga Landeigendafélags Ytri-Njarðvíkur hækkar mikið á milli ára, ef eitthvað er að marka umræður á Fésbókarsíðunni Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri, sem er vinsæll vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma skoðunum sínum varðandi mál í sveitarfélagin á framfæri.

Nokkrir tjá sig um hækkunina sem virðist vera mismikil eða frá um 1.000 krónum og upp í allt að 40.000 krónur og blöskrar sumum hækkunin á milli ára.

“Þetta er algjörlega óásættanlegt að rukka þessi gjöld inn. Og upphæðin er bara eftir þeirra höfði. Annarsstaðar er land tekið eignarnámi og lóðarleiga inni í fasteignagjöldum. Það er eins og þetta sé náttúrulögmál hér í bæ.” Segir einn þátttakandi í umræðunum meðal annars.

Einn þátttakandi í umræðunum birtir yfirlit yfir hækkun á umræddum gjöldum síðastliðin fjögur ár.

“Ég borgaði 28 þúsund 2015, 32 þúsund 2016, 34 þúsund 2017, 36 þúsund 2018 og svo verður það 37 í ár. Þannig að þetta er ekki nein ógurleg hækkun á milli ára hjá mér.” segir viðkomandi.