Nýjast á Local Suðurnes

Ljósbogaofn USi enn ekki kominn í gang – Ráðast í endurbætur samhliða viðgerðum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

United Silicon hefur ákveðið að ráðast í end­ur­bæt­ur sam­hliða viðgerðum sem nú standa yfir á verksmiðjunni, eftir að heitur málmur lak á gólf verksmiðjunnar. Ljósbogaofn verksmiðjunnar hefur enn ekki verið gangsettur eftir óhappið.

„Það var ákveðið að breyta aðeins hönn­un á töpp­un­ar­búnaðinum, nota tæki­færið til þess að ein­falda hann og gera hann skil­virk­ari,“ seg­ir Krist­leif­ur Andrésson, öryggisstjóri hjá United Silicon, við mbl.is.

Þá seg­ir Krist­leif­ur sum­ar­leyfi hafa áhrif á gang mála. „Sum­ar­leyfi hjá fyr­ir­tækj­um sem þjón­usta okk­ur tefja þess­ar end­ur­bæt­ur og viðgerðir veru­lega,“ seg­ir Krist­leif­ur og bæt­ir við að oft gangi hlut­irn­ir aðeins hæg­ar fyr­ir sig í júlí en vana­lega. „Starf­sem­in er ekki kom­in í gang aft­ur og við ætl­um bara að gefa okk­ur þann tíma sem þarf til þess að end­ur­bæta búnaðinn og gera við,“ seg­ir Krist­leif­ur.