Nýjast á Local Suðurnes

Ljósanæturhlaup Lífsstíls á miðvikudag – Styrkja Barnaspítala Hringsins

Ljósanæturhlaup Lífsstíls er orðinn fastur liður á Ljósanótt, en hlaupið fer fram miðvikudaginn 30. ágúst og hefst klukkan 18.00. Líkt og undanfarin ár renna 500 krónur af hverri skráningu til Barnaspítala Hringsins til minningar um Björgvin Arnar. Framkvæmd hlaupsins er í höndum líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Reykjanesbæ.

Hlaupið er um götur Reykjanesbæjar og er keppt í eftirtöldum vegalengdum: 3 km, 7 km og 10 km.

Rásmark og endamark verða við Lífsstíl Líkamsrækt (Hótel Keflavík) Vatnsnesvegi 12, Reykjanesbæ

Dagskrá og tímasetningar
• Skráning á Hlaup.is lýkur kl 22.00 þriðjudaginn 29. ágúst
• Skráningu á keppnisstað lýkur kl 17.00 (gæti verið fyrr ef uppselt verður) og er gjaldið 500 kr. hærra sé skrá á keppnisstað.(gæti verið fyrr ef uppselt verður)
• Ræsing í allar vegalengdir kl 18:00
• Verðlaunaafhending verður um kl. 19:30

Hlaupaleiðir
Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel hlaupaleiðir áður en hlaupið er af stað.
Hægt er að skoða kort af leiðunum í öllum vegalengdum á hlaup.is.
Einnig verða upplýsingar um hlaupaleiðir aðgengilegar við upphaf hlaups og við skráningu á staðnum.

Verðlaun

Hlaupið er aldursflokkaskipt í 7 og 10 km. og eru verðlaun fyrir besta árangur í öllum flokkum í 7 km og 10 km. Einnig eru verðlaun eru fyrir besta árangur í 3 km. Þá verða veitt glæsileg útdráttarverðlaun þar sem dregið er úr nöfnum allra þátttakenda.