Nýjast á Local Suðurnes

Lítið um takmarkanir eftir 4. maí – Allir geta mætt í skóla og íþróttir

Takmarkanir á skólahaldi falla úr gildi frá 4. maí næstkomandi og verður þá starf leik- og grunnskóla frá þeim tíma með hefðbundnum hætti. Áfram verða almennar sóttvarnarráðstafanir í skólum og þurfa þeir að fylgja viðbragðsáætlunum sínum varðandi mögulegt smit.

Almennt um útfærsluna:

Grunn- og leikskólar

• Engar takmarkanir verði settar á fjölda nemenda.
• Kennarar og annað starfsfólk mega ekki vera fleiri en 50 á sama stað.
• Félagsmiðstöðvar geta verið opnar.
• Skemmtanir t.d. vorhátíðir, vorferðir og útskriftir geta farið fram en án fullorðinna gesta utan skóla s.s. foreldra.
• Frístundaheimili geta verið opin.
• Íþróttir inni (og úti) eru í lagi.
• Skólasund og notkun búningsaðstöðu er í lagi.
• Allir nemendur geta mætt samtímis í skólann, farið í útiveru og verið í mötuneyti.
• Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi

• Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.
• Öll íþrótta og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.
• Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
• Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.
• Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.
• Tveggja metra nándarreglan verði virt eins og hægt er.