sudurnes.net
Líkur á að hátt í 700 kíló af fíkniefnum fari í gegnum KEF - Local Sudurnes
Lögregla og tollgæsla hafa lagt hald á um 63 kíló af hörðum fíkniefnum á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári. Um er að ræða töluvert meira magn en lagt var hald á allt árið í fyrra. Líklegt þykir að hátt í 700 kíló af efnum hafi farið í gegnum Keflavíkurflugöll það sem af er ári, en lögreglulið í Evrópu segja almennt að þau nái um 10–15% af þeim efnum sem eru í umferð. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu hér á landi og verður því að hafa í huga að ekki eru haldbærar tölur til um slíkt mat, einungis er stuðst við tölur frá lögregluembættum í öðrum löndum. Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í sjö aðskildum málum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins í augnablikinu. Meira frá SuðurnesjumBlóðbankabíllinn verður í Reykjanesbæ þann 16. febrúarReykjanesbær gerir fjölda athugasemda við frummatsskýrsluReykjaneshöfn vill fá gamlan veg endurgreiddan úr ríkissjóðiTæplega þúsund áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í desemberMarkaskorarinn Marko gengur til liðs við KeflavíkKarpað um snjómokstur á samfélagsmiðlumLóan er komin – Fuglaljósmyndun vaxandi grein í ferðamennsku – Sjáðu flottar myndir!200 bandarískir hermenn við æfingar hér á landiMenningarminjadagurinn – Ókeypis í KvikunaBreytingar á ástandi öryggismála í Evrópu kalla á aukna viðveru Bandaríkjahers