Nýjast á Local Suðurnes

Léttir til þegar líður á vikuna – Hiti á bilinu 10-15 stig

Hiti verður yf­ir­leitt um 10 til 15 stig að deg­in­um út vikuna, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands og verða skúrir í dag, en léttir til þegar líður á vikuna.

Spáin fyrir vikuna:

Hæg breyti­leg átt. Skýjað með köfl­um og víða síðdeg­is­skúr­ir, en fer að rigna SA-til seinni part­inn. Aust­an 3-10 m/​s og víða skúr­ir á morg­un en sums staðar rign­ing syðst og aust­ast. Hiti 9 til 16 stig að deg­in­um, hlýj­ast inn til lands­ins.

Á þriðju­dag:
Aust­læg eða breyti­leg átt, 3-10 m/​s og dá­lít­il rign­ing sunn­an til en síðdeg­is­skúr­ir fyr­ir norðan. Hiti 8 til 16 stig, hlýj­ast N- og V-lands.

Á miðviku­dag:
Hæg norðaust­læg átt og dá­lít­il væta A-lands, en ann­ars skýjað með köfl­um og þurrt að mestu. Hiti 8 til 15 stig, hlýj­ast á SV-landi.

Á fimmtu­dag:
Norðan og norðaust­an 8-15 m/​s, hvass­ast með aust­ur­strönd­inni. Rign­ing á N- og A-landi, en ann­ars víða létt­skýjað. Hiti 7 til 18 stig, hlýj­ast á Suður­landi.

Á föstu­dag:
Norðaustanátt og dá­lít­il væta með köfl­um, en þurrt að kalla SV-til. Áfram frem­ur hlýtt.

Á laug­ar­dag og sunnu­dag:
Útlit fyr­ir hæga vinda, smá vætu á víð og dreif og held­ur sval­ara veður.