sudurnes.net
Lést eftir að hafa fallið í sjóinn við affall Reykjanesvirkjunar - Local Sudurnes
Karlmaður lést á sunnudag eftir að hafa fallið í sjóinn við affall frá Reykjanesvirkjun. Maðurinn var á fertugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þar sem segir að henni hafi borist tilkynning á sunnudaginn um mann sem fallið hafði í sjóinn við affallið frá Reykjanesvirkjun. Viðbragðsaðilar frá lögreglu, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru þegar á vettvang. Maðurinn fannst meðvitundarlaus í sjónum og endurlífgun bar ekki árangur. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekar í tilkynningunni að sjóböð eru bönnuð á þessu svæði. Meira frá SuðurnesjumRúmlega þúsund undirskriftir gegn öryggisvistunAuglýsa eftir presti til starfa við NjarðvíkurprestakallUndirskriftalisti vegna öryggisvistunar – Algjörlega óviðunandi staðsetningGrunaður um eignaspjöll á sjö bílum en man ekkertÍbúum fjölgar í Vogum – Mögulegt að lóðum verði úthlutað á miðbæjarsvæðiBæjaryfirvöld í Reykjanesbæ munu leggja traust sitt á eftirlitsstofnanirYfir 200 manns mættu í árlega göngu Bláa lónsins og GrindavíkurbæjarSveiflukenndur íbúafjöldi Voga í gegnum tíðina – Aldrei fleiri íbúar í sveitarfélaginuFullur á færibandi þáði gistingu í fangaklefaLítið hlutfall íbúa skrifað undir kröfu um bindandi íbúakosningar vegna kísilvera