Nýjast á Local Suðurnes

Lést eftir að hafa fallið í sjóinn við affall Reykjanesvirkjunar

Karlmaður lést á sunnudag eftir að hafa fallið í sjóinn við affall frá Reykjanesvirkjun. Maðurinn var á fertugsaldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þar sem segir að henni hafi borist tilkynning á sunnudaginn um mann sem fallið hafði í sjóinn við affallið frá Reykjanesvirkjun.

Viðbragðsaðilar frá lögreglu, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og þyrla Landhelgisgæslunnar fóru þegar á vettvang. Maðurinn fannst meðvitundarlaus í sjónum og endurlífgun bar ekki árangur.

Lögreglan á Suðurnesjum ítrekar í tilkynningunni að sjóböð eru bönnuð á þessu svæði.