Nýjast á Local Suðurnes

Leoncie komin aftur til landsins – “Í Keflavík á ég heima”

Söngkonan góðkunna Leoncie er kominn aftur til landsins eftir stutta dvöl á Indlandi, en skemmtikrafturinn tilkynnti aðdáendum sínum á síðasta ári að hún hyggðist flytja til Indlands og hefja þar feril í stjórnmálum. Þá hélt hún lokatónleika sína hér á landi fyrir fullu húsi á Hard Rock Café í lok síðasta árs.

Leoncie hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum, en hún lætur ritstjóra DV heyra það í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni, en miðillinn flutti í gær fréttir af flutningum söngkonunnar.

“I´m an Icelandic citizen, and THOSE people,who don´t like it can leave Iceland. I come and go as I please. Ég er ekki ríkisstyrkt rokk og popp. Ég er Sjálfstædd listakona, ég er stolt um sjálfan mig,og í Keflavik á ég heima. DV getur keypt heimili mitt fyrir 50.miljónir krona, þa er ég farinn og kemst alltaf aftur að heimsækja Aðdáendur minar. Segir söngkonan í pistli sínum, sem finna má hér fyrir neðan í heild sinni.”

Þá hefur söngkonan verið dugleg við að svara fyrir sig í kommenntakerfi vefmiðilsins.

“Fyrst og Fremst DV Ritstjóri er LYGARI. Allir vita það, að þarna í Dv vinna nokkrir hatursfullir,ófaglærðir svo-kallaðir blaðamenn og racistar, þvi Dv ritstjórar hafa lika gert árasir á útlit mitt árum saman. Þetta eru staðreyndir og allt er til á svart og hvitu. Áður en DV ritstjóri skrifar svona bull og lýgasögur um mig, hann hefði átt að tala við mig.” Segir Leoncie meðal annars í gagnrýni sinni á DV í kommentakerfi miðilsins.