Nýjast á Local Suðurnes

Leikvellir barna á Ásbrú slysagildrur – Ekki á ábyrgð Reykjanesbæjar

Slæmt ástand leiksvæða og skjólveggja, eða grillskýla, við fjölbýlishús á Ásbrú er ekki á ábyrgð Reykjanesbæjar, þetta staðfesti Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóru Umhverfissviðs sveitarfélagsins, í spjalli við Suðurnes.net, en slæmt ástand leiksvæðanna var til umræðu í Facebook-hópi íbúa Reykjanesbæjar.

Í umræðunum á Facebook kemur fram að íbúar á svæðinu hafi haft samband við leigufélög sem eiga húsnæði á Ásbrú og þar hafi menn fengið þau svör að ástand leiksvæðanna og grillskýlanna væri heldur ekki á þeirra ábyrgð. Meðfylgjandi myndir sýna ástand tækjanna, en þær tók Atli Már Gylfason, sem vakti athygli á málinu í Facebook-hópnum.