sudurnes.net
Leikskólinn Tjarnarsel í bókaútgáfu - Local Sudurnes
Leikskólinn Tjarnarsel hefur gefið út samstarfsútgáfu á rafbókinni Lifandi náttúra; Lífbreytileiki á tækniöld. Um er að ræða verkefnabók sem er sérstaklega ætluð leikskólum og yngsta stigi grunnskóla. Í verkefnunum var meðal annars lögð áhersla á að færa ræktunarstarf inn í leik- og kennslustofur með ræktun pottaplantna en um leið að auka útikennslu og útiveru. Verkefnin eru að mestu leyti verkleg. Aðalatriðið er að nemendur taki virkan þátt, læri um, upplifi og uppgötvi lífríkið í sínu nærumhverfi. Útgáfan er hluti af Erasmus verkefni sem leikskólinn hefur verið þátttakandi í og hefur, eftir því sem segir í tilkynningu, styrkt, auðgað og hvatt starfsfólk leikskólans áfram í starfi sem unnið hefur verið að undanfarin ár í skólanum. Þetta á meðal annars við í vettvangsferðum, útinámi og orðaforðaaðferðinni Orðaspjalli. “Það er von okkar að bókin geti verið kennurum, foreldrum og nemendum uppspretta að fjölbreyttum og lifandi námstækifærum.” Segir jafnframt í tilkynningunni. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnFyrrum forsvarsmenn glímudeildar eiga von á bréfiKólnandi veður framundan – Snjór í kortunumFlugstjóri hyggst kæra farþegaVeggjöld á samgönguáætlun fyrir áramót – Forseti bæjarstjórnar hrifinn af tillögunumFá ekki að breyta verslunarhúsnæði í íbúðirSbarro valið til veitingasölu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar [...]