sudurnes.net
Leikskóli í Njarðvík í tveggja daga sóttkví - Local Sudurnes
Leikskólinn Akur í Reykjanesbæ verður í sóttkví næstu tvo daga. Er sóttkvíin vegna Nóróveiru. Eitt barn er smitað af veirunni og grunur á að annað barn sé smitað. RÚV greinir frá þessu. Leikskólinn verður lokaður næstu tvo daga. Sigrún Gyða Matthíasdóttir, leikskólastýra á Akri, segir í samtali við RÚV að ákvörðunin um að loka leikskólanum hafi verið tekin í samráði við lækna og bæjaryfirvöld. Þá segir að enginn hafi þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Ekki er vitað hvernig börnin smituðust af nóró-veirunni. Í tilkynningu á vefsíðu leikskólans segir að á meðan skólinn er lokaður verði hann hreinsaður af fagfólki. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með hvort upp komi einkenni Nóróveiru svo sem niðurgangur, uppköst, magapína eða ógleði. Eins eru foreldrar beðnir um að passa að börnin eigi ekki samneyti við aðra nemendur leikskólans. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnLögregla elti bifreið á miklum hraða í gegnum íbúðahverfiUngir hljómborðsleikarar safna til styrktar langveikum börnum í ReykjanesbæAlvarlegt umferðarslys á ReykjanesbrautTafir á umferð vegna slyss á ReykjanesbrautStarfsmaður leikskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldiFlutningaflugvél rann út af akstursbrautRotta drepin í vél Icelandair – Vélin tekin úr umferð í rúma vikuGossvæðið lokað [...]