sudurnes.net
Leigðu 300 herbergi á Suðurnesjum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd - Local Sudurnes
Stjórn­völd tóku tæplega 300 her­bergi á leigu á Suðurnesjum í tengsl­um við bú­setu um­sækj­enda um alþjóðlega vernd á síðasta ári. Bæði var um að ræða hót­el­her­bergi og her­bergi í öðru hús­næði. Þetta kemur fram í svari fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra við fyr­ir­spurn frá Ásmundi Friðriks­syni alþing­is­manni um bú­setu­úr­ræði fyr­ir um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd. Alls tóku stjórnvöld 769 herbergi á leigu á landinu öllu, flest í Reykja­vík eða 315, í Reykja­nes­bæ voru leigð 243 her­bergi, 144 í Hafnar­f­irði, 52 í Suður­nesja­bæ og 15 í Vest­manna­eyj­um. Í svar­inu kem­ur einnig fram að heild­ar­kostnaður á sein­asta ári var 647 millj­ón­ir króna vegna leigu á bú­setu­úr­ræðum fyr­ir um­sækj­end­urna, þar með tal­inn er kostnaður vegna ör­yggis­eft­ir­lits, um­sjón­ar hús­næðis og kaupa og viðhalds á heim­ilis­tækj­um og hús­gögn­um. Meira frá SuðurnesjumMóðurfélagið fær byggingarnar í Helguvík í 15 milljarða gjaldþrotiKeflvíkingum spáð Pepsí-deildarsæti – Grindvíkingum spáð falliFullur ferðamaður á fleygiferð fékk háa sektFasteignamat lækkar á SuðurnesjumRúmlega 13 milljarða tap hjá IsaviaFrábært útsýni frá 170 milljóna villu – Sjáðu myndirnar!Tæplega 750.000 lögðu leið sína um KEFGóð afkoma hjá Isavia – “Nauðsynlegt að standa vel að uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli”Umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið jafngildir 300 ferðum til tunglsins – Sjáðu tölfræðina!Mennta og menningarsjóður Voga auglýsir eftir umsóknum