sudurnes.net
Leifur metinn hæfastur umsækjenda - Local Sudurnes
Leifur Garðarsson var metinn hæfastur af þremur umsækjendum um stöðu deildarstjóra á unglingastigi Stapaskóla. Ekki hefur enn verið gengið frá ráðningarsamningi við hann. Þetta er haft eftir Gróu Axelsdóttur, skólastjóra Stapaskóla, í umfjöllun Vísis um ráðninguna, sem hefur einnig eftir Gróu að stjórnendur skólans hafi vitneskju um að starfsfólk skólans og foreldrar barna í skólanum hafi áhyggjur af stöðunni. Leifur starfaði sem skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði í tæplega tvo áratugi þegar hann sagði upp störfum á síðasta ári eftir að upp kom að hann hafði sent óviðeigandi skilaboð á unga körfuknattleiksstúlku. Leifur starfaði þá einnig sem körfuknattleiksdómari, en var vikið úr því starfi á svipuðum tíma. Samkvæmt Vísi vildi Gróa hvorki tjá sig um hvort Leifur hafi fengið meðmæli frá fyrrum samstarfsfólki sínu í Áslandsskóla né hvort stjórnendum Stapaskóla hafi verið kunnugt um ástæður þess að Leifur lauk störfum sem skólastjóri Áslandsskóla. Mynd: Skjáskot Vísir / Áslandsskóli.is Meira frá SuðurnesjumMeintir Suðurnesjamenn handteknir í höfuðborginniAK-47 árásarriffill og afsagaðar haglabyssur á meðal þess sem gert var upptæktBonneau mögulega áfram hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir meiðsliLíflegar umræður um KFC í Reykjanesbæ á einum vinsælasta afþreyingavef heimsNjarðvíkingar afla gagna vegna stöðu BonneauFundu fíkniefni og vopn við húsleitTjá sig ekki um aðgerðir lögreglu í GrindavíkTilraun til [...]