Nýjast á Local Suðurnes

Leiðrétta laun framkvæmdastjóra 19 mánuði aftur í tímann – Fær yfir 1,2 milljónir á mánuði

Kjararáð ákvað á fundi sínum í vikunni að leiðrétta laun framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar frá 1. janúar 2016. en endurskoðun launa hans hafa verið á borði kjararáðs frá því í október 2015.

Stjórnarformaður Fríhafnarinnar sagði í bréfi til kjararáðs að laun framkvæmdastjórans hefðu dregist verulega aftur úr miðað við laun stjórnenda í sambærilegum atvinnurekstri og þá hafi orðið gríðarleg aukning í umsvifum Fríhafnarinnar. Þetta megi ekki síst rekja til aukins straums ferðamanna til Íslands.

Kjararáð ákvað að laun framkvæmdastjórans með yfirvinnu yrðu rúmar 1,2 milljónir. Ekki kemur fram hver laun framkvæmdastjórans voru fyrir.