Nýjast á Local Suðurnes

Leiðindaveður næstu daga – Veðurstofan bendir fólki á að fylgjast með veðurspám

Veðurstofan hefur sent út viðvörun þar sem gert er ráð fyrir suðaustanstormi sunnan- og vestanlands í dag. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að veðrið muni ganga í suðaustan 15-23 m/s með rigningu með morgninum, fyrst suðvestantil en hægari og úrkomulítið NA-lands. Dregur heldur úr vindi í kvöld. Hiti 0 til 8 stig. Suðaustan- og austan 10-18 m/s A-til í fyrramálið og talsverð rigning sunnan- og suðaustanlands.

Í athugasemdum veðurfræðings er varað við lægðargangi í kringum landið og fólki bent á að fylgjast með veðurspám.

“Næstu daga er talsverður lægðagangur í kringum landið með hvössum vindi, talsverðri úrkomu og hitasveiflum. Við bendum fólki því á að fylgjast vel með veðurspám.”