Nýjast á Local Suðurnes

Leiða saman lykilaðila varðandi stefnumótun vaxtarsvæða

Verkefni með það að markmiði að gera ríki og sveitarfélög færari um að bregðast við þenslu á vaxtarsvæðum er komið inn í Byggðaáætlun að tilstuðlan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Tillagan, sem var samþykkt af ríkisvaldinu er skrifuð af framkvæmdastjóra SSS.

Tillagan gengur út á að komið verði á fót samráðsteymum ráðuneyta, viðkomandi sveitarfélaga, Byggðastofnunar og eftir atvikum fleiri aðila fyrir þau svæði sem skilgreind eru sem vaxtarsvæði utan höfuðborgarsvæðisins, svo sem Suðurnes, suðurfirði Vestfjarða og Árnessýslu og að verkefni teymanna verði að draga fram áskoranir sem svæðin standa frammi fyrir og leiða saman lykilaðila varðandi stefnumótun og aðgerðir fyrir svæðið til lengri og skemmri tíma.

Verkefnið yrði á ábyrgð Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og fjarmagnað af því.  Samþykkt var af fulltrúum fyrrnefndra svæða að Suðurnesin yrðu fyrsta vaxtarsvæðið á landinu sem færi í gegnum samráðsferlið samkvæmt Byggðaáætlun 2018-2024. Verkefnastjóra ráðuneytisins var falið að funda með framkvæmdastjóra SSS og hefja vinnuna