sudurnes.net
Leggur til að einungis bólusett börn fái dagvistun í leikskólum - Local Sudurnes
Fulltrúi Framsóknarflokksins í Grindavík gerði bólusetningar barna að umtalsefni á síðasta fundi bæjarráðs og minnti á að bólusetningum er ætlað að verja börn gegn alvarlegum smitsjúkdómum og að öllum börnum með lögheimili hér á landi standi til boða bólusetning gjaldfrjálst. Fulltrúin lagði í beinu framhaldi til að frá haustinu 2019 verði samþykki fyrir dagvistun í leikskólum Grindavíkur háð því að foreldrar eða forráðamenn framvísi skírteini sem staðfestir að börn hafi verið bólusett samkvæmt því skipulagi sem sóttvarnarlæknir leggur fram. Bæjarráð vísaði málinu til fræðslunefndar til frekari útfærslu. Meira frá SuðurnesjumGrindvíkingar reyna að heilla Hauk Helga – “Trítaður í druslur!”FöstudagsÁrni: “Leðraðir karlmenn á mótorhjólum sannir boðberar sumarsins”Bæjarfulltrúar vilja að egypska fjölskyldan fái að vera áfram á landinuSegir Frjálst afl og Sjálfstæðisflokk koma í veg fyrir að Miðflokkurinn fái sæti í nefndumMeirihluti vill leyfa ber brjóst í laugunumHaukur Helgi Pálsson kynntur til leiks í dagLýsi hættir samstarfi við Grindavík í fótboltanumFöstudagspitstill Árna Árna er pínkupons pólitískur og í styttra lagiGefa 60% af innkomunni til HSSWOW-air býður frítt flug fyrir breska ríkisborgara sem vilja flytja til Íslands