Nýjast á Local Suðurnes

Leggur fram breytingartillögu vegna launahækkana

Fulltrúi Miðflokk­sins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun leggja fram breyt­ing­ar­til­lög­ur við fjár­hagsáætlun sveitarfélagsins sem rædd verður í dag.

Þetta staðfesti Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ, í samtali við Suðurnes.net og sagði tillögurnar helst snúa að fyrirhuguðum launahækkunum sviðsstjóra sveitarfélagsins, en bæjarstjórn hefur sem kunnugt er samþykkt að veita sex sviðsstjórum 8,9% hækkun launa. Hækkunin kostar sveitarfélagið um níu milljónir króna á ári.

Það má því búast við líflegum umræðum á fundi bæjarstjórnar í dag. Allir eru velkomnir á fundinn sem haldinn er í Merkinesi, Hljómahöll klukkan 17. Fundir bæjarstjórnar eru einnig sendir út beint gegnum samfélagsmiðilinn YouTube. Með því að smella á þennan tengil opnast YouTube