sudurnes.net
Leggja til að rekstur tjaldsvæðis verði boðinn út - Local Sudurnes
Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur leggur til að rekstur tjaldsvæðisins verði boðinn út. Tjaldsvæðið í Grindavík er vinsælt á meðal ferðamanna og hefur undanfarin ár verið opið allt árið. Notkun svæðisins hefur aukist og til að mynda tvöfaldaðist innkoman á milli áranna 2017 og 2018. Þá fékk Tjaldsvæðið í Grindavík topp einkunn frá ferðavefnum TripAdvisor sem sérhæfir sig í umsögnum gesta um veitingastaði, gististaði, flugfélög, sumarhús og fleira tengt ferðaþjónustu. Tjaldsvæðið fær þannig mjög góðar umsagnir og eru flest allir þeim sem heimsækja tjaldsvæðið í skýjunum með aðbúnaðinn og það hversusnyrtilegt sé á svæðinu. Umhverfis- og ferðamálanefnd hefur falið upplýsinga- og markaðsfulltrúa Grindavíkur að koma málinu í farveg. Meira frá SuðurnesjumTveir Suðurnesjapíparar á topp 10Mest lesnu pistlar ársins: Óþægilegu hlutar fjármálanna og Beruð kynfæriRokksafnið hlýtur Nýsköpunar- og hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnarTvöföldun Reykjanesbrautar boðin út á næsta áriÞrír Suðurnesjaþingmenn á lista yfir þá sem eyddu mest í ferðalög erlendisHugbúnaðar- og gagnavörslufyrirtæki á Ásbrú rambar á barmi gjaldþrotsGeoHotel á topp 10 lista TripAdvisorFóru í krefjandi verkefni á toppi ÞorbjarnarAfturköllun starfsleyfis Thorsil – Fjárfestar vilja ekki skuldbinda sig fyrr en leyfi er í höfnElvar Már á topp 5 lista yfir bestu leikmenn í Florida