Nýjast á Local Suðurnes

Leggja til að rekstur tjaldsvæðis verði boðinn út

Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur leggur til að rekstur tjaldsvæðisins verði boðinn út. Tjaldsvæðið í Grindavík er vinsælt á meðal ferðamanna og hefur undanfarin ár verið opið allt árið. Notkun svæðisins hefur aukist og til að mynda tvöfaldaðist innkoman á milli áranna 2017 og 2018.

Þá fékk Tjaldsvæðið í Grindavík topp einkunn frá ferðavefnum TripAdvisor sem sérhæfir sig í umsögnum gesta um veitingastaði, gististaði, flugfélög, sumarhús og fleira tengt ferðaþjónustu. Tjaldsvæðið fær þannig mjög góðar umsagnir og eru flest allir þeim sem heimsækja tjaldsvæðið í skýjunum með aðbúnaðinn og það hversusnyrtilegt sé á svæðinu.

Umhverfis- og ferðamálanefnd hefur falið upplýsinga- og markaðsfulltrúa Grindavíkur að koma málinu í farveg.