Nýjast á Local Suðurnes

Langmest um útstrikanir hjá Sjálfstæðisflokki

Tæp­lega átta pró­sent kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi strikuðu yfir nafn eða nöfn á lista Sjálfstæðisflokks­ins í Alþingiskosningunum um helgina. 25% kjós­enda list­ans þarf til að fella mann í fyrsta sæti niður um sæti, enh Hlut­fallið er 20% þegar kem­ur að öðru sæt­inu og 14,3% þegar kem­ur að því þriðja.

Þetta kemur fram á vef mbl.is, en ekki hafa fengist upp­lýs­ing­ar um hvaða fram­bjóðandi Sjálf­stæðis­flokks­ins fékk flest­ar út­strik­an­ir. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk þrjá þing­menn kjörna í kjör­dæm­inu; Pál Magnús­son, Ásmund Friðriks­son og Vil­hjálm Árna­son. Flokk­ur­inn fékk ríf­lega sjö þúsund at­kvæði í kjör­dæm­inu.

Um fimm­tíu kjós­end­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar strikuðu yfir nafn eða nöfn á lista flokks­ins í Suður­kjör­dæmi. Það er inn­an við 2%.