Nýjast á Local Suðurnes

Langir biðlistar eftir húsnæði

Farið var yfir stöðu á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjanesbæ á síðasta fundi velferðarráðs sveitarfélagsins, sem haldinn var þann 27. nóvember síðastliðinn.

Á fundinum kom fram að 98 umsóknir eru á biðlista eftir almennum íbúðum og að 67 umsóknir séu á biðlista eftir íbúðum aldraðra.

Þá kom fram á fundinum að áfram sé unnið að breytingum á reglum um húsnæðismál og lögð voru fram til kynningar drög að breytingum á umræddum reglum sem ráðið samþykkti.