Nýjast á Local Suðurnes

Landris hafið á ný við Þorbjörn

Samkvæmt nýjum gögnum Veðurstofu eru vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn, þó hægt sé.

Gögnin sem vísað er í eru nokkurra daga gömul, en meiri gögn þarf til að fullyrða frekar um núverandi ferli og þær hættur sem því fylgja, segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

Óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir jafnframt.